„Vil hvergi annars staðar vera“

Létt var yfir Haraldi Franklín Magnús úr GR þegar mbl.is tók hann tali á púttflötinni við Carnoustie-völlinn á austurströnd Skotlands í dag en Haraldur fer á teig á Opna breska meistaramótinu, fyrstur íslenskra karla, í fyrramálið. 

„Ég reyni að muna að mig hefur alltaf dreymt um þetta. Ég vil vera hérna. Ætli það sé ekki númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Haraldur þegar hann var spurður hvernig hann muni reyna að ráða við taugaspennuna sem mun fylgja því að fara á teig í mótinu á morgun.

Haraldur kom á keppnisstaðinn á sunnudag og hefur undirbúið sig af kostgæfni síðustu daga. Völlurinn er grjótharður eftir ljúft sumar í Skotlandi og sagðist Haraldur finna það greinilega á vellinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert