Bandaríkjamenn í efstu þremur sætunum

Jordan Spieth spilaði frábært golf í dag og fór völlinn …
Jordan Spieth spilaði frábært golf í dag og fór völlinn á sex höggum undir pari. AFP

Kylfingarnir Jordan Spieth, Xander Schauffele og Kevin Kisner eru efstir á The Open sem fram fer á Carnoustie-vellinum á austurströnd Skotlands eftir að allir kylfingar hafa lokið þriðja hring sínum á mótinu.

Þeir eru allir á samtals níu höggum undir pari eftir fyrstu þrjá keppnisdagana en Spieth lék afbragðsvel í dag og fór hringinn á 65 höggum eða sex undir pari.  Schauffele lék á 67 höggum eða fjórum undir pari og Kisner var á 68 höggum í dag en hann var efstur eftir annan hring mótsins, ásamt Zach John­son.

Johnson spilaði hringinn í dag á 72 höggum og er nú í 6.-12. sæti. Þá spilaði Tiger Woods frábær golf í dag eftir að hafa spilað fyrstu tvo dagana á pari. Hann spilaði á fimm undir pari í dag og er í 6.-12. sæti. Lokahringur mótsins fer fram á morgun en Jordan Spieth vann mótið í fyrra á ellefu höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert