Þrír skollar hjá Birgi á þriðja hring

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Ljósmynd/Styrmir Kári

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, spilaði á tveimur höggum yfir pari á þriðja hring Portugal Masters-mótsins á Evrópumótaröðinni í dag. Hann komst í gegnum niðurskurðinn í gær eftir frábær tilþrif, en er nú eftir leik því aftur var skorið niður eftir þrjá hringi. Hann hafnar í 79. sæti á mótinu. 

Birgir Leifur fékk einn fugl, þrjá skolla og 14 pör á þriðja hring í dag og kom í hús á 73 höggum. Birg­ir Leif­ur skilaði inn skor­korti upp á 66 högg á öðrum hringnum í gær sem er fimm högg und­ir pari vall­ar­ins og tryggði sæti hans á þriðja hring mótsins. 

Birgir Leifur lék samtals á einu höggi undir pari. Með því að komast í gegnum niðurskurðinn í gær tryggði hann sér verðlaunafé í mótslok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert