Ólafía lauk leik á þremur undir

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék þokkalega á Spáni.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék þokkalega á Spáni. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 50. sæti á Estrella Damm-mót­inu á Terram­ar-vell­in­um á Spáni. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, þeirri næststerkustu í heimi. Ólafía lék fjóra hringi á samtals 281 höggi, þremur höggum undir pari. 

Ólafía lék lokahringinn í dag á 71 höggi, eða á pari vallarins. Hún fékk þrjá fugla, þrjá skolla og tólf pör á holunum 18. Ólafía lék hring tvö og þrjú á 69 höggum og fyrsta hringinn á 72 höggum. 

Anne Van Dam frá Hollandi lék langbest og lauk leik á 26 höggum undir pari og var með mikla yfirburði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert