Guðrún Brá missti flugið í lokin

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu sinni framan af á lokamóti LET Access mótaraðarinnar í golfi, næststerkustu atvinnumótaraðar Evrópu, sem lauk í dag. Guðrún var efst fyrir lokahringinn en hafnaði að lokum jöfn fleiri kylfingum í 17. sæti.

Eftir tvo hringi af þremur var Guðrún Brá samtals á tveimur höggum undir pari í efsta sæti. Á lokahringnum í dag spilaði hún hins vegar á sex höggum yfir pari eftir tvo tvöfalda skolla í lokin og lauk því leik samtals á fjórum höggum yfir pari.

Guðrún Brá endaði að lokum í 17.-23. sæti, en hin sænska Julia Engstrom bar sigur úr býtum á þremur höggum undir pari. Guðrún Brá mun leika á loka­úr­töku­mót­inu fyr­ir Evr­ópu­mótaröðina, sterk­ustu mótaröð Evr­ópu, í Mar­okkó 16.-20. des­em­ber. Hún komst í gegn­um 1. stig úr­töku­móts­ins sem lauk um síðustu helgi í Mar­okkó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert