Birgir áfram í góðri stöðu

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson

Birgir Leifur Hafþórsson lék annan hringinn sinn á loka­úr­töku­mót­inu fyr­ir Evr­ópu­mótaröðina í golfi á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari og er hann samanlagt á sjö höggum undir pari eftir tvo hringi af sex. 

Íslenski kylfingurinn er í 25.-34. sæti, níu höggum frá Spánverjanum David Borda sem er í forystu á 16 höggum undir pari. Hann lék stöðugt og gott golf í dag og fékk fjóra fugla, tvo skolla og tólf pör. 

Tveir vellir eru notaðir í lokamótinu sem fram fer í Tarragona í Katalóníu. Birgir hefur nú leikið báða vellina og í báðum tilfellum undir 70 höggum. 

Efstu 25 kylfingarnir að loknum öllum sex hringjum mótsins fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert