Vel undir pari en dugði ekki til

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson Ljósmynd/GSÍ

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er úr leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir komst ekki í gegnum niðurskurð keppenda eftir fjóra hringi þrátt fyrir að vera á fjórum höggum undir pari samtals. 

Skorið í mótinu er afar gott enda samansafn af öflugum atvinnumönnum. Útlit er fyrir að þeir sem leika á sex höggum undir pari og betur komist í gegn og Birgir því tveimur höggum frá því. Þeir sem komast áfram leika tvo hringi til viðbótar og tuttugu og fimm efstu komast á Evrópumótaröðina á næsta ári. 

Birgir lék fjórða hringinn í dag á 70 höggum og var á höggi undir pari vallarins. Hann lék því þrjá hringi undir pari en þriðji hringurinn í gær felldi Skagamanninn. Þá lék hann á 76 höggum en hina hringina á 67, 69 og 70 höggum. 

Birgir fékk einn örn á hringnum í dag og tvo fugla. Þeir komu á síðustu tveimur holunum og var það full seint. Birgir fékk þrjá skolla og tólf pör í dag. 

Sem stendur er Birgir í 84. sæti af 150 sem náðu inn á lokaúrtökumótið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert