Nýr völlur bætist í flóruna

Landsvæðið sem til stendur að nota undir golfvöllinn.
Landsvæðið sem til stendur að nota undir golfvöllinn. Ljósmynd/Edwin

Fyrirhugað er að byggja nýjan golfvöll á Rifi á Snæfellsnesi sem mun leysa af Fróðárvöll hjá Golfklúbbnum Jökli í Ólafsvík. 

Golfsambandið fjallar um málið á vef sínum Golf.is. Svo framarlega sem ekki verða gerðar breytingar á aðalskipulagi Snæfellsbæjar þá virðist málið vera í höfn. 

Frétt Golf.is 

„Hjörtur Ragnarsson, sem hefur starfað á Fróðarvelli í mörg ár, hefur rætt um þessa lausn í mörg ár. Að hans mati var mun betri kostur að færa völlinn inn í Rif í stað þess að halda áfram að byggja upp Fróðárvöll. Við fórum saman í sumar að skoða hvaða möguleikar væru í stöðunni i Rifi. Hjörtur seldi mér þessa hugmynd á augabragði. Í framhaldinu höfðum við samband við Edwin Roald golfvallahönnuð. Við fengum Edwin til að skoða svæðið og meta það hvort það væri hægt að búa til 9 holu golfvöll. Edwin gaf þessu svæði toppeinkunn – en það er við hliðina á flugvellinum í Rifi, á fallegum stað undir Snæfellsjökli. Það er nóg af landi til að stækka völlinn í 18 holur ef það reynist þörf á því,“ er haft eftir Jóni Bjarka Jónatanssyni, formanni Jökuls, á golf.is. 

Frétt á vefsíðu Snæfellsbæjar

Edwin Roald, golfvallahönnuður og ráðgjafi,
Edwin Roald, golfvallahönnuður og ráðgjafi, mbl/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert