N-írskur sigur á degi Heilags Patreks

Rory McIlroy á lokahringnum í kvöld.
Rory McIlroy á lokahringnum í kvöld. AFP

Norður-Írinn Rory McIlroy sigraði í kvöld á Players Championship einu sterkasta mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi. McIlroy lauk leik á samtals 16 höggum undir pari og lék lokahringinn á 70 höggum. Hinn 48 ára gamli Jim Furyk hélt dampi og hafnaði í 2. sæti á 15 undir pari. 

Dagur Heilags Patreks, eða St. Patricks day, er haldinn hátíðlegur í Írlandi, Bandaríkjunum og víðar í dag og þótti mörgum viðeigandi að N-Írinn fagnaði sigri á þeim degi.

Jon Rahm hafði eitt högg í forskot fyrir lokadaginn á Tommy Fleetwood og Rory McIlroy. Rahm og Fleetwood eru nú að leika 18. og síðustu holunaen þeir geta ekki breytt niðurstöðunni úr þessu. Þeir náðu sér aldrei á flug í dag en um tíma voru reyndar mjög margir kylfingar sem áttu möguleika á sigri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert