Besta endurkoma íþróttasögunnar

Tiger Woods fagnar sigri á Masters.
Tiger Woods fagnar sigri á Masters. AFP

Michael Jordan, einn allra besti körfuboltamaður frá upphafi, segir sigur Tiger Woods á Masters-mótinu í golfi um síðustu helgi vera bestu endurkomu íþróttasögunnar. Var það fyrsti sigur Tiger á risamóti í ellefu ár. 

Síðan þá hefur Tiger Woods gengið í gegnum erfiða tíma innan- og utanvallar, bæði vegna meiðsla og vandræða í einkalífinu. Fáir áttu von á að Woods stæði aftur uppi sem sigurvegari á risamóti á ný. 

„Þetta er besta endurkoma íþróttasögunnar að mínu mati. Ég hélt hann myndi aldrei jafna sig á meiðslunum og hann örugglega ekki heldur á einhverjum tímapunkti, en samt tókst honum það," sagði Jordan á vefsíðunni The Athletic. 

„Hann mun eflaust halda áfram og vinna fleiri mót. Tiger er óútreiknanlegur og þetta gæti verið byrjunin á einhverju mögnuðu," bætti Michael Jordan við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert