Koepka sigurviss með sjö högga forskot

Brooks Koepka á fimmtándu holunni í New York.
Brooks Koepka á fimmtándu holunni í New York. AFP

Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka náði að halda sjö högga forskoti sínu á PGA meistaramótinu í golfi í New York í kvöld, þrátt fyrir að hafa leikið þriðja hringinn á pari vallarins, 70 höggum.

Koepka lék fyrstu tvo hringina á samtals 12 höggum undir pari og heldur því áfram fyrir lokahringinn á morgun en engum af keppinautum hans tókst að saxa á forskotið. Lítt þekktur Bandaríkjamaður, Harold Warner III, lék á 67 höggum og komst í annað sætið á fimm höggum undir pari.

Koepka vann þetta mót í fyrra og sagði eftir hringinn í kvöld að hann væri sannfærður um að sér tækist að fylgja þessu eftir á lokahringnum á morgun og tryggja sér sigurinn. Í sögu stórmótanna í golfi hefur enginn misst svona forskot niður á lokadegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert