„Vélin“ sýndi mannlega hlið

Brooks Koepka.
Brooks Koepka. AFP

Á tímum þegar spekingar telja að samkeppnin hafi aldrei verið jafn mikil í golfíþróttinni hefur Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka tekið sig til og unnið fjögur af síðustu átta risamótum í golfi sem hann hefur tekið þátt í.

Koepka hefur nú unnið tvö risamót tvö ár í röð, Opna bandaríska meistaramótið og PGA-meistaramótið sem hann vann á sunnudaginn. Þar setti hann met en enginn annar hefur varið tvo risatitla á sama tíma.

Brooks Koepka er 29 ára gamall og ólst upp í West Palm Beach á Flórída. Á þeim slóðum skortir ekki golfvelli og hélt hann sig í sínu heimaríki á háskólaárunum. Keppti þá fyrir Florida State en enginn íslenskur kylfingur hefur keppt fyrir þann skóla í golfi þótt íslensku kylfingarnir hafi verið nokkuð víða í háskólagolfinu.

Koepka vann þrjú háskólamót og fékk þann heiður að vera tilnefndur sem All American. Hann sást fyrst á stóra sviðinu á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2012. Komst þá inn sem áhugamaður en vakti ekki sérstaklega mikla athygli þar sem hann komst ekki í gegnum niðurskurð keppenda.

Var á Áskorendamótaröðinni

Þrátt fyrir að vel hafi gengið í háskólagolfinu er langt frá því sjálfsagt að komast inn á stóru mótaraðirnar eins og íslenskir kylfingar þekkja. Koepka var víðsýnni en margir bandarískir kylfingar og reyndi þá fyrir sér á Áskorendamótaröð Evrópu árið 2012. Þar hefur Birgir Leifur Hafþórsson átt keppnisrétt árum saman og Axel Bóasson átti þar keppnisrétt í fyrra. Morgunblaðið sendi Birgi fyrirspurn um hvort hann hefði einhvern tíma verið með Koepka í ráshópi eða haft af honum einhver kynni árið 2012. Svo var ekki og Birgir sagðist ekki hafa rætt við hann að ráði en lýsti honum sem mjög vingjarnlegum. Lét Birgir þess jafnframt getið að kollegarnir hefðu einnig borið Koepka vel söguna, til dæmis Bretarnir.

Sjá alla greinina á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert