Guðmundur vann eftir bráðabana

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson stóð uppi sem sigurvegari á PGA Championship-mótinu á Nordic Golf-mótaröðinni. Guðmundur hafði betur gegn Dananum Christian Christiansen í bráðabana í dag. 

Báðir léku þeir þrjá hringi á níu höggum undir pari og þurfti því bráðabana til að skera úr um sigurvegara, þar sem Guðmundur hafði betur. Guðmundur lék fyrstu tvo hringina á 67 höggum og svo þriðja hringinn í dag á 70 höggum. 

Guðmundur er búinn að vinna tvö mót á mótaröðinni á tímabilinu og færist hann nær þátttökurétti á Áskorendamótaröð Evrópu, en þrjá sigra þarf til að gulltryggja þátttökurétt þar.

Haraldur Franklín Magnús hafnaði í áttunda sæti mótsins á sex höggum undri pari og Andri Þór Björnsson hafnaði í 35. sæti. Axel Bóasson og Aron Bergsson tóku einnig þátt í mótinu en komust ekki í gegnum niðurskurðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert