Hovland bætti met Jack Nicklaus

Viktor Hovland.
Viktor Hovland. AFP

Norski áhugamannakylfingurinn Viktor Hovland náði frábærum árangri á opna bandaríska meistaramótinu sem lauk á Pebble Beach-vellinum í Kaliforníu í nótt.

Hovland lék lokahringinn á 67 höggum og endaði samtals á fjórum höggum undir pari og hafnaði jafn í 12. sæti á mótinu. Hovland lék hringina fjóra á 280 höggum sem er lægsta skor áhugamanns á opna bandaríska meistaramótinu frá upphafi en Norðmaðurinn hefur nú ákveðið að gerast atvinnumaður, frá og með deginum í dag.

Hovland bætti met hins fræga kylfings Jack Nicklaus sem lék á 282 höggum sem áhugamaður á opna bandaríska meistaramótinu árið 1960.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert