Saga meistari í fyrsta sinn

Rúnar Arnórsson og Saga Traustadóttir með verðlaun sín í dag.
Rúnar Arnórsson og Saga Traustadóttir með verðlaun sín í dag. Ljósmynd/Golfsamband Íslands

Saga Traustadóttir varð í dag Íslandsmeistari í holukeppni í fyrsta skipti. Hún bar sigur úr býtum gegn sigurvegaranum frá því í fyrra, Ragnhildi Kristinsdóttur, í bráðabana í úrslitum Íslandsmótsins, en leikið var á Garðavelli á Akranesi. 

Í karlaflokki varði Rúnar Arnórsson titill sinn. Hann hafði betur gegn Ólafi Birni Loftssyni 3/2 og réðust úrslitin því á 16. holu. Rúnar hafði yfirhöndina nánast allan leikinn og var kominn þrjár holur upp eftir átta holur. 

Jóhannes Guðmundsson hafði betur gegn Arnóri Inga Finnbjörnssyni í leiknum um þriðja sæti í karlaflokki og Hulda Clara Gestsdóttir hafnaði í þriðja sæti í kvennaflokki eftir sigur á Amöndu Guðrúnu Bjarnadóttur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert