Tiger þarf kraftaverk

Tiger Woods er á sex höggum undir pari og á …
Tiger Woods er á sex höggum undir pari og á litla möguleika á því að koma sér í gegnum niðurskurðinn. AFP

Kylfingurinn Tiger Woods þarf á kraftaverki að halda ef hann ætlar sér að komast í gegnum niðurskurðinn á The Open sem nú fer fram á Royal Portrush-vellinum á Norður-Írlandi. Tiger hefur leikið níu holur á öðrum degi mótsins og er sem stendur á einu höggi undir pari.

Tiger átti afleitan fyrsta dag þar sem hann lék á sjö höggum yfir pari en niðurskurðarlínan miðast við eitt högg yfir pari eins og staðan er núna. Tiger er sem stendur á sex höggum yfir pari í 136.-141. sæti og þarf því að leika á fimm höggum undir pari á seinni níu.

Tiger hefur verið að glíma við meiðsli og virkar sárþjáður á köflum á The Open. Margir áttu von á því að hann myndi kalla þetta gott eftir fyrsta dag mótsins vegna meiðslanna en hann lét slag standa í morgun og mætti galvaskur út á völl klukkan átta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert