Tveir fuglar í röð hjá Koepka

Brooks Koepka ásamt kylfusveini sínum, Ricky Elliot.
Brooks Koepka ásamt kylfusveini sínum, Ricky Elliot. AFP

Besti kylfingur heims, Brooks Koepka, færist hægt og rólega upp töfluna á The Open sem nú fer fram á Royal Portrush-vellinum á Norður-Írlandi. Koepka lék á þremur höggum undir pari í gær en var lengi í gang í dag.

Hann fékk fugl á annarri braut en skolla á fjórðu og var því á pari eftir fyrstu níu holur dagsins. Hann hefur hins vegar byrjaði seinni níu holurnar mjög vel og fengið tvö pör og nú síðast tvo fugla í röð. 

Koepka er á samtals fimm höggum undir pari þegar hann er að hefja leik á fjórtándu braut en J.B Holmes er sem fyrr í forystunni á átta höggum undir pari eftir átta holur og Tommy Fleetwodd er í öðru sætinu á sex höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert