Glæsilegur hringur og Lowry í kjörstöðu

Shane Lowry lék magnað golf í dag.
Shane Lowry lék magnað golf í dag. AFP

Írski kylfingurinn Shane Lowry lék glæsilega á þriðja hring Opna mótsins á Royal Portrush-vell­in­um á Norður-Írlandi í dag. Lowry er með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn á morgun, en hann lék á 63 höggum í dag, átta höggum undir pari.

Lowry, sem aldrei áður hefur unnið risamót, tapaði ekki einu einasta höggi á hringnum og fékk átta fugla. Lowry er á samanlagt 16 höggum undir pari eftir þrjá hringi.

Tommy Fleetwood er í öðru sæti á 12 höggum undir pari og J.B. Holmes, sem var með forystu fyrir lokahringinn, er í þriðja sæti á tíu höggum undir pari. Þar á eftir koma Justin Rose og Brooks Koepka á níu höggum undir pari. 

Lowry hafnaði í öðru sæti á Opna bandaríska mótinu árið 2016, en besti árangur hans á Opna mótinu til þessa kom árið 2014 er hann hafnaði í níunda sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert