Guðrún Brá í gegnum niðurskurðinn á Englandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir komst í gegnum niðurskurðinn á WPGA-meistaramótinu á LET Access-mótaröðinni í golfi en hún lék annan hringinn í dag á tveimur höggum yfir pari.

Guðrún lék fyrsta hringinn í gær á einu höggi yfir pari og var því í ágætum málum fyrir niðurskurð dagsins. Í dag fékk hún þrjá fugla og fjóra skolla á hringnum og lék á samtals 74 höggum á Stoke by Nayland-vellinum á Englandi. Mótið á Englandi er 14. mótið á LLET Access-mótaröðinni hjá Guðrúnu Brá. Hún er 45. sæti á stigalista mót­araðar­inn­ar. Hún hef­ur kom­ist í gegn­um niður­skurðinn á fimm mót­um. Besti ár­ang­ur henn­ar er 7. sæti en hún hef­ur tví­veg­is endaði í 7. sæti og einu sinni í 8. sæti.

Guðrún er í 27.-38. sæti fyrir lokadaginn sem fer fram á morgun en efst er Manon de Roey frá Belgíu á alls sex höggum undir pari. Berglind Björnsdóttir náði sér ekki á strik á mótinu og komst ekki áfram en hún endaði meðal neðstu kylfinga eða í 103. sæti á samtals 21 höggi yfir pari. Hún lék hringinn í gær á níu höggum yfir og verr gekk í dag er hún lék á 12 höggum yfir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert