Dagbjartur á 75 höggum í rokinu

Dagbjartur Sigurbrandsson
Dagbjartur Sigurbrandsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagbjartur Sigurbrandsson lék í dag fyrsta hringinn á 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi á Stoke by Nayland-vellinum á Englandi. Dagbjartur lék á 75 höggum, eða á fjórum höggum yfir pari. 

Eftir sjö pör í röð fékk Dagbjartur tvöfaldan skolla á sautjándu holu og kláraði svo fyrri níu á tveimur höggum yfir pari. Á seinni níu fékk Dagbjartur fjóra skolla og tvo fugla. Mjög hvasst er á svæðinu sem gerði kylfingum erfitt fyrir. 

Dagbjartur er í 60. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Alls eru leiknir fjórir hringir á mótinu og komast um 20% kylfinga áfram á næsta stig að þeim loknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert