Góð byrjun hjá Haraldi Franklín

Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús fór vel af stað á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi en mótið fer fram í Austurríki.

Haraldur Franklín lék fyrsta hringinn á 68 höggum eða á fjórum höggum undir pari.

Hann fékk fjóra fugla, tvo skolla og einn örn og er jafn í 11. sæti eftir fyrsta hringinn. 107 kylfingar taka þátt í mótinu og komast 22 efstu áfram á næsta stig.

Dagbjartur Sigurbrandsson, sem er áhugakylfingur, keppir á á 1. stigi úrtökumótsins á móti á Englandi og eftir tvo hringi er hann á samtals tveimur höggum yfir pari og er jafn í 36. sæti. Dagbjartur lék annan hringinn á tveimur höggum undir pari og bætti skor sitt um sex högg.

Staðan á mótinu á Austurríki

Staðan á mótinu á Englandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert