Dagbjartur komst ekki áfram

Dagbjartur Sigurbrandsson
Dagbjartur Sigurbrandsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagbjartur Sigurbrandsson, áhugakylfingur úr GR, lauk í dag keppni á 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina en mótið er haldið á Englandi.

Dagbjartur lék fjórða og síðasta hringinn í dag á fjórum höggum yfir pari og hann endaði samtals á þremur höggum yfir pari. Það dugar honum ekki til að komast á annað stigið.

Dagbjartur fékk tvo fugla á lokahringnum, fjóra skolla og einn skramba.

Haraldur Franklín Magnús tekur þátt í móti á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í Austurríki. Eftir þrjá hringi var hann í toppbaráttunni á samtals 10 höggum undir pari en Haraldur var ræstur út skömmu eftir hádegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert