Haraldur í góðum málum á 15 undir pari

Haraldur Franklín Magnús er að spila vel í Austurríki.
Haraldur Franklín Magnús er að spila vel í Austurríki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Góð spilamennska Haralds Franklíns Magnús á fyrsta stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi hélt áfram í Austurríki í dag.

Haraldur lék þriðja hringinn á 67 höggum, fimm höggum undir pari, og er hann samanlagt á 15 höggum undir pari fyrir lokahringinn á morgun. 

Haraldur er í öðru sæti ásamt Svíanum Jonathan Agren, tveimur höggum á eftir Marcus Helligkilde frá Danmörku sem er í toppsætinu. 

Um 20 efstu kylfingarnir fara á annað stigið, þar sem barist verður um að komast á þriðja stigið. Efstu kylfingarnir á þriðja stiginu vinna sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í álfunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert