Ólafía er talsvert á eftir í baráttunni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á talsvert langt í að komast í slaginn um áframhald af öðru stigi úrtökumótanna fyrir LGPA-mótaröðina í golfi en hún og Valdís Þóra Jónsdóttir eru þar  við keppni í Venice í Flórída.

Ólafía lauk í dag öðrum hring mótsins á 75 höggum, þremur yfir pari vallarins. Hún er því samtals á fimm höggum yfir pari eftir tvo daga af fjórum. Um 20-25 efstu komast áfram og eins og staðan er núna miðast það við þrjú högg undir pari. Ólafía er sem stendur í 150.-163. sæti af 185 keppendum.

Valdís Þóra Jónsdóttir er nýlögð af stað á öðrum hring. Hún lék fyrsta hringinn á 75 höggum, þremur yfir pari, og er sem stendur í 118.-134. sæti. Hún þyrfti að leika þennan hring á fimm til sex höggum undir pari til að blanda sér af alvöru í baráttuna um að komast áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert