Hafa farið upp um nokkur þúsund sæti á heimslistanum

Hulda Clara Gestsdóttir.
Hulda Clara Gestsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Kylfingarnir Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, og Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, hafa bæði farið upp um nokkur þúsund sæti á heimslista áhugakylfinga á undanförnum mánuðum.

Hulda Clara, sem er fædd árið 2002, komst inn á heimslista áhugakylfinga í viku 21 á þessu ári, eða síðustu vikuna í maí 2019. Þá var hún í sæti númer 2.604 en er í dag í 330. sæti. Hulda hefur farið upp um 2.274 sæti á aðeins tæplega 140 dögum og er í efsta sæti af íslenskum áhugakylfingum í kvennaflokki á heimslistanum.

Dagbjartur, sem er fæddur árið 2002, hefur farið upp um 4.555 sæti á heimslistanum frá því um miðjan mars 2019. Hann var í sæti númer 4.852 í mars en er nú kominn upp í 297. sæti á heimslista áhugakylfinga og er efstur íslenskra kylfinga á listanum.

Dagbjartur Sigurbrandsson
Dagbjartur Sigurbrandsson mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert