Haukur Örn kjörinn forseti Evrópska golfsambandsins

Haukur Örn Birgisson.
Haukur Örn Birgisson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, var dag kjörinn forseti Evrópska golfsambandsins, EGA. Frá þessu er greint á vef golfsambandsins.

Haukur Örn tók formlega við embættinu af Pierre Bechmann frá Frakklandi á ársþingi EGA sem fram fór í Chantilly í Frakklandi í dag.

Haukur Örn verður forseti EGA til ársins 2021 en á undanförnum tveimur árum hefur Haukur Örn gegnt embætti verðandi forseta eða „president-elect“.

Haukur Örn þekkir vel til Evrópska golfsambandsins en hann sat í mótanefnd EGA á árunum 2010-2014 og hefur setið í framkvæmdastjórn þess frá árinu 2015. Haukur Örn varð þá fyrsti Íslendingurinn til þess að vera kjörinn í framkvæmdastjórn EGA.

Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig en ekki síður viðurkenning fyrir íslenskt golf og velgengni þess síðastliðin 15 ár. Það er margt spennandi að gerast í evrópsku golfi og ég efast ekki um að þessi aðkoma mín að EGA muni gefa okkur hér á landi enn meiri byr í seglin,“ segir Haukur Örn á vef golfsambandsins, golf.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert