Virkilega góð spilamennska Guðmundar og Bjarka

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er efstur Íslendinganna.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson er efstur Íslendinganna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Bjarki Pétursson áttu báðir mjög góðan annan hring á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi á Spáni í dag. Andri Þór Björnsson náði sér hins vegar ekki almennilega á strik. 

Bjarki lék best Íslendinganna í dag. Fékk hann sex fugla og aðeins einn skolla og lauk leik á 66 höggum. Er hann samanlagt á þremur höggum undir pari og í 39.-53. sæti en 25 efstu kylfingarnir tryggja sér sæti á mótaröðinni eftir sex hringi. 

Guðmundur fékk fimm fugla og einn skolla í dag og lék samanlagt á 67 höggum, eða fjórum undir pari. Hann er í 25.-38. sæti á samanlagt fjórum höggum undir pari. 

Andri Þór fékk þrjá skolla og einn fugl í dag og féll niður í 121. sæti. Andri er á samanlagt tveimur höggum yfir pari. Þriðji hringur mótins verður leikinn á morgun. 

Bjarki Pétursson átti góðan dag.
Bjarki Pétursson átti góðan dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert