Kylfingi aldarinnar sómi sýndur

Úlfar Jónsson
Úlfar Jónsson mbl.is/Árni Sæberg

Úlfar Jónsson, sem valinn var Kylfingur aldarinnar, af Golfsambands Íslands árið 2000 fékk á dögunum gullmerki GSÍ. 

Úlfar fékk viðurkenninguna fyrir störf sín í þágu íþróttarinnar og feril sinn sem kylfingur samkvæmt því sem fram kemur hjá GSÍ. Úlfar varð sex sinnum Íslandsmeistari, varð Norðurlandameistari og varð síðar landsliðsþjálfari. 

Greint var frá útnefningunni á þingi Golfsambands Íslands þann 23. nóvember en Úlfar gat ekki verið viðstaddur afhendinguna á þeim tíma og Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ og evrópska golfsambandsins, mætti því á aðalfund GKG síðasta fimmtudag og afhenti nældi gullmerkinu í barm Úlfars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert