Ólafía Þórunn verður áfram vestanhafs

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, mun í ár einbeita sér að Symetra-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Þar er hún með keppnisrétt en þær tíu sem bestum árangri ná á Symetra á þessu ári fá keppnisrétt á næsta ári á LPGA-mótaröðinni, sem er sterkasta mótaröð heims eins og þekkt er.

„Við höfum fengið drög að mótadagskránni á Symetra. Fyrsta mótið verður í lok febrúar og mótin verða fram í lok október. Dagskráin sem er í boði er mjög þétt en ég mun velja hvað hentar best. Tek væntanlega nokkur mót og sleppi öðrum þegar ég vil taka pásu frá keppni og æfa. Stundum er mikilvægt að gíra sig niður og taka smá hvíld frá keppni en stunda samt æfingar. Það getur líka verið gott fyrir andlegu hliðina. Ég mun skipuleggja árið vel,“ sagði Ólafía þegar Morgunblaðið spjallaði við hana, en hún er nú við æfingar á Flórída.

„Í fyrra var ég með takmarkaðan keppnisrétt á LPGA, sem þýðir að ég komst inn í nokkur mót á þeirri mótaröð. Ég fór einnig stundum í úrtökumót fyrir stök LPGA-mót sem haldin eru á mánudögum fyrir mótin. Gerði það til að reyna að fá fleiri LPGA-mót. Ef vel gengur geta fleiri tækifæri opnast þegar maður er með einhvern keppnisrétt. Nú er ég eingöngu með keppnisrétt á Symetra og mun væntanlega ekki fara í úrtökumót fyrir stök mót á LPGA. Þótt ég stæði mig vel á LPGA-móti myndi það ekki hjálpa mér neitt nema ég ynni mótið, vegna þess að ég er ekki með keppnisrétt á LPGA."

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert