Langþráður sigur hjá Scott - Tiger rak lestina

Adam Scott hafði ástæðu til að brosa þegar hann tók …
Adam Scott hafði ástæðu til að brosa þegar hann tók við sigurlaununum í Kaliforníu. AFP

Adam Scott frá Ástralíu vann langþráðan sigur í gærkvöld þegar hann tryggði sér efsta sætið á Genesis boðmótinu í Pacific Palisades í Kaliforníu en þetta var hans fyrsti sigur í PGA-mótaröðinni í fjögur ár.

Scott var bestur á lokasprettinum og lék samtals á 11 höggum undir pari, tveimur höggum á undan þeim Scott Brown og Matt Kuchar frá Bandaríkjunum og Sung-hoon Kang frá Suður-Kóreu.

Rory McIlroy frá Norður-Írlandi, efsti maður heimslistans, var með í slagnum lengi vel en hafnaði að lokum í fimmta sæti ásamt nokkrum öðrum á átta höggum undir pari. 

Tiger Woods náði sér engan veginn á strik tvo síðustu dagana og varð neðstur af þeim sem komust í gegnum niðurskurðinn, 22 höggum á eftir sigurvegaranum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert