Kylfingar bíða átekta

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru ríkjandi Íslandsmeistarar …
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru ríkjandi Íslandsmeistarar í golfi. Ljómsynd/GSÍ

Golfíþróttin er að einhverju leyti í annarri stöðu en ýmsar aðrar íþróttagreinar hvað það varðar að tímabilið hér heima er ekki hafið. Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, segir að af þeim sökum þá muni GSÍ hinkra alla vega fram til mánaðamóta apríl/maí með að taka stórar ákvarðanir um mótahald GSÍ. Vissulega ríki þó óvissa varðandi mótahald vegna kórónuveirunnar og þeirra áhrifa sem hún hefur á samfélagið allt.

„Eins og er höldum við okkur við okkar áætlanir varðandi landsliðsverkefni ársins og fleira. Eins og við þekkjum er óvissa í golfíþróttinni eins og annars staðar á meðan veiran er að ganga yfir heimsbyggðina. Reynt er að fresta sem minnstu langt fram í tímann í golfinu á alþjóðlegum vettvangi. Það er viðmiðið um þessar mundir að taka ekki ákvarðanir of langt fram í tímann. Menn skoða hvern viðburð fyrir sig. Segja má að einnig sé verið að vinna þannig að hlutunum hér heima.

Við höfum látið golfklúbbana vita að við tökum stöðuna um mánaðamótin apríl/maí varðandi mótahald GSÍ. Við höfum sent út ákveðin tilmæli til klúbbanna um að ætli menn að halda mót, til dæmis opin mót í apríl eins og stundum hefur verið gert þegar vel viðrar, að þá þurfi menn að fara að öllum tilmælum yfirvalda. Ég held samt sem áður að slíkt mótshald sé erfitt í ljósi aðstæðna og líklega yrði takmörkuð þátttaka og enn ekkert öruggt hvað veðurfar varðar. Við munum gera ráðstafnir um mánaðamótin apríl/maí allt eftir því hvernig útlitið verður,“ segir Brynjar og bendir á að erfitt sé að spá fyrir um framvinduna á alþjóðlegum vettvangi og hjá þeim mótaröðum sem íslenskir atvinnukylfingar eiga keppnisrétt á. Ástandið vegna veirunnar sé misjafnt eftir löndum og þau geti verið mislengi að vinna úr því.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgnblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert