Tiger var klár í slaginn

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Atvinnukylfingurinn Tiger Woods hefði verið klár í slaginn og tilbúinn að verja titilinn á Masters-mótinu í Augusta í Bandaríkjunum en mótið átti að fara fram í þessari viku.

Mótinu var aflýst, eins og flestöllum stórum íþróttaviðburðum, vegna kórónuveirunnar og skrifaði Tiger á samfélagsmiðla á dögunum að margt væri mikilvægara en golf. „Það er fjöl­margt í líf­inu sem er mik­il­væg­ara en ein­hver golf­mót þessa stund­ina. Við verðum að vera ör­ugg, klár og gera það sem er rétt fyr­ir okk­ur sjálf, ást­vini okk­ar og sam­fé­lag," skrifaði hann á Twitter.

Tiger hefur ekki keppt síðan 16. febrúar vegna meiðsla og þurfti að draga sig úr keppni á tveimur mótum en í viðtali við GolfTV sagði hann að heilsan væri miklu betri og að hann hefði verið klár í slaginn á Masters.

„Mér líður miklu betur og ég er tilbúinn en ástandið er eins og það er,“ sagði Tiger. „Það er ekki svona sem ég hefði viljað halda jakkanum en við gætum haldið Masters-mótið í nóvember og ég verð þar, tilbúinn að verja titilinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert