Tiger og Manning unnu Brady og Mickelson

Phil Mickelson og Tiger Woods.
Phil Mickelson og Tiger Woods. AFP

Atvinnukylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson tókust á í keppni til styrktar góðu málefni í nótt er þeir mættust á Medalist-vellinum í Flórída í gærkvöldi. Með þeim voru tvær frægar kempur úr ameríska fótboltanum. Meðan á keppni stóð tókst að safna 20 milljónum dollara eða tæpum þremur milljörðum króna en tekjurnar renna til þeirra sem berjast við kórónuveiruna.

Tiger Woods og Peyton Manning, sem var leikstjórnandi í NFL-deildinni um árabil og varð meistari tvívegis, voru saman í liði en með Phil Mickelson var Tom Brady, einn sigursælasti leikmaður NFL-deildarinnar frá upphafi. Fámenn sveit sjónvarpstökumanna var á svæðinu og allar reglur varðandi kórónuveiruna í heiðri hafðar.

Eftir holurnar 18 stóðu þeir Woods og Manning uppi sem sigurvegarar en keppnin var fyrst og fremst í gamni gerð eins og sjá má í klippunni hér að neðan. PGA-mótaröðin í golfi mun samkvæmt áætlun hefjast 11. júní.

Tom Brady og Peyton Manning.
Tom Brady og Peyton Manning. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert