Aron Snær efstur í Leirunni

Aron Snær Júlíusson.
Aron Snær Júlíusson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nær allir bestu kylfingar landsins eru á meðal keppenda á Golfbúðarmótinu í golfi sem hófst á Hólmsvelli í Leiru í dag. Um er að ræða annað mótið á mótaröð Golfsambands Íslands á árinu 2020 en á meðal keppenda eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Axel Bóasson sem sigruðu á fyrsta mótinu á Akranesi í síðasta mánuði.

Fyrsta hring er lokið hjá körlunum og efstur trónir Aron Snær Júlíusson úr GKG en hann lék hringinn á 68 höggum eða fjórum undir pari. Aron var í 9.-10. sæti á fyrsta mótinu. Kristófer Karl Karlsson, GM, lék á tveimur höggum undir og því næst koma sjö kylfingar á pari. Þar á meðal eru Haraldur Franklín Magnús, Andri Þór Björnsson og Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Axel Bóasson hefur ekki farið vel af stað en hann er í 33.-36. sæti á fimm höggum yfir pari en hann fékk þrefaldan skolla strax á annarri holu. Stöðuna í mótinu má sjá með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert