Keppni í Ryder-bikarnum frestað

Ryder-bikarinn fór síðast fram á Ile-de-France í París þar sem …
Ryder-bikarinn fór síðast fram á Ile-de-France í París þar sem Evrópa hafði betur, 17,5 gegn 10,5. AFP

Keppni í Ryder-bikarnum í golfi, þar sem lið Bandaríkjanna og Evrópu mætast jafnan á tveggja ára fresti, hefur verið frestað um eitt ár en keppa átti í Sohler í Wisconsin-ríki 22. til 27. september.

Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum gátu mótshaldarar ekki staðfest að hægt yrði að keppa í haust. „Það varð ljóst í dag að heilbrigðissérfræðingar og yfirvöld í Wisconsin gátu ekki staðfest að hægt yrði að halda íþróttaviðburði með þúsundum áhorfenda í septembermánuði. Vegna þeirrar óvissu var það eina rétt að fresta keppninni," segir í tilkynningu sem birtist fyrir stundu á heimasíðu keppninnar.

Keppt verður á sama stað dagana 21. til 26. september 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert