Fyrirliðarnir sáttir með frestunina

Steve Stricker, fyrirliði Bandaríkjanna.
Steve Stricker, fyrirliði Bandaríkjanna. AFP

Keppni í Ryder-bik­arn­um í golfi, þar sem lið Banda­ríkj­anna og Evr­ópu mæt­ast jafn­an á tveggja ára fresti, hef­ur verið frestað um eitt ár en keppa átti í Sohler í Wiscons­in-ríki 22. til 27. sept­em­ber.

Frestunin á sér stað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og hafa fyrirliðar beggja liða lagt blessun sína á þessa ákvörðun mótshaldara. „Ryderinn án áhorfenda er ekki mikill Ryder-keppni, fólk elskar að koma og horfa á þessa keppni. Þetta var erfið ákvörðun en ég er viss um að hún hafi verið rétt,“ hefur Golf Digest eftir Steve Stricker, fyrirliða Bandaríkjanna, en Padraig Harrington sem fer fyrir liði Evrópu tók í sama streng.

„Það er aldrei auðvelt að fresta svona keppni um ár en þetta var rétt ákvörðun á þessum fordæmalausu tímum.“ Keppt verður á sama stað dag­ana 21. til 26. sept­em­ber 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert