Guðmundur byrjar vel í Austurríki

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson Ljósmynd/seth@golf.is

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er jafn í 24. sæti eftir fyrsta hring á opna Euram Bank-mótinu í Austurríki sem er hluti af Evrópumótaröð karla í golfi. Mótið hófst í dag og því lýkur á föstudaginn en þrír Íslendingar taka þátt.

Guðmundur lék fyrsta hringinn á 67 höggum eða þremur undir pari, en eftir skolla strax á annarri holu fékk hann fjóra fugla. Andri Þór Björnsson er jafn í 61. sæti eftir að hafa spilað hringinn á 69 höggum, hann fékk tvo skolla, einn tvöfaldan skolla, þrjá fugla og örn á þriðju holu. Haraldur Franklín Magnús lék hringinn á pari eða 70 höggum og er jafn í 82. sæti en hann fékk tvo erni, þrjá fugla og sjö skolla.

Alls eru 144 keppendur á mótinu og fer annar hringurinn fram á morgun. Um er að ræða annað mótið á Evrópumótaröðinni eftir kórónuveirufaraldurinn en það fyrsta fór fram í síðustu viku og var einnig haldið í Austurríki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert