Thomas hafði betur gegn Koepka

Justin Thomas stillti sér upp með föður sínum Mike Thomas …
Justin Thomas stillti sér upp með föður sínum Mike Thomas sem er golfkennari og hefur reynst mikilvægur ráðgjafi. AFP

Justin Thomas tryggði sér sigurinn á World Golf Championships-mótinu í golfi í Memphis með afbragðslokahring þar sem hann lék á 65 höggum. 

Thomas var í þriðja sæti heimslistans fyrir mótið og spurning hvort hann hækkar við þennan sigur en fyrir ofan hann á listanum eru Jon Ram og Rory McIlroy.

Thomas lauk leik á samtals 13 höggum undir pari en fyrir lokadaginn var hann ekki líklegastur til að vinna mótið. 

Forystusauðirnir náðu ekki að leika jafn vel. Þegar Thomas hafði lokið leik átti Brooks Koepka eina holu eftir og þurfti á fugli að halda til að jafna við Thomas. Fór það allt í vaskinn þegar Koepka sló upphafshöggið í vatn og féll niður um nokkur sæti þegar hann fékk skramba á lokaholuna. 

Koepka hefur ekki sýnt mikið á þessu ári en er mögulega að nálgast sitt besta form en hann sigraði fjórum sinnum á risamótum á skömmum tíma.

Hannn lauk leik á tíu undir pari eins og Daniel Berger, Tom Lewis og gamla kempan Phil Mickelson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert