Borgnesingurinn sigraði á mótsmeti

Bjarki Pétursson, fagnar sigri í dag.
Bjarki Pétursson, fagnar sigri í dag. Ljósmynd/GSÍ

Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar varð rétt í þessu Íslandsmeistari í Golfi og sló mótsmetið með því að leika samtals á þrettán höggum undir pari. 

Bjarki lék í dag á 68 höggum og landaði sigrinum af miklu öryggi. Gerði það raunar með glæsibrag því hann fékk fugl á lokaholunni. 

Bjarki hafði tveggja högga forskot fyrir lokadaginn. Að loknum 12 holum í dag var forskotið tvö högg en þá hrökk Borgnesingurinn í gír svo um munaði. Fékk hann fimm fugla í röð. Var hann kominn þrettán högg undir parið en fékk skolla á 17. holunni. Komst hann aftur undir mótsmetið með fuglinum á lokaholunni því gamla metið var 12 högg undir pari. Sett af Þórði Rafni Gissurarsyni á Akranesi árið 2015. 

Bjarki vann með miklum mun þegar uppi var staðið. Næstir komu Rúnar Arnórsson úr Keili og Aron Snær Júlíusson GKG á fimm undir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert