Umspil um sigurinn – mikil dramatík

Guðrún Brá Björgvinsdóttir púttaði fyrir sigri á lokaholunni en boltinn …
Guðrún Brá Björgvinsdóttir púttaði fyrir sigri á lokaholunni en boltinn vildi ekki ofan í. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili þurfa að fara í þriggja holu umspil um Íslandsmeistaratitilinn í golfi. 

Ragnhildur var með eitt högg í forskot fyrir 72. og síðustu holuna. Ragnhildur fékk víti á lokaholunni og fékk skolla. Guðrún Brá fékk öruggt par og púttið fyrir fuglinum fór raunar rétt framhjá. 

Léku þær samtals á höggi yfir pari vallarins en Guðrún lék á 74 höggum í dag og Ragnhildur á 76 höggum. Töluverður vindur er á vellinum og aðstæður krefjandi. Ragnhildur hefur verið með forystuna í mótinu síðan á öðrum keppnisdegi en það er víst ekki nóg eins og dæmin sanna. 

Munu þær leika þrjár holur í umspilinu. Munu þær spila 10., 11. og 18. holuna til að skera úr um úrslit. Umspilið hefst þegar karlarnir hafa lokið leik til að láta ekki flokkana rekast á. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert