Guðrún þremur yfir á lokahringnum

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Brá Björgvinsdóttir hafnaði í 24.-27. sæti á Amundi Czech Ladies Challenge golfmótinu sem lauk í Prag í Tékklandi í dag en það er liður í áskorendamótaröð Evrópu, þeirri næststerkustu í álfunni.

Guðrún lék þriðja og síðasta hringinn í dag á 75 höggum, þremur yfir pari, en hafði leikið hina tvo á 71 og 77 höggum. Hún var því samanlagt á 223 höggum, sjö yfir pari vallarins.

Tiia Koivisto frá Finnlandi tryggði sér sigur á mótinu í dag með því að leika á 68 höggum, fjórum undir pari vallarins. Hún lék samtals á 207 höggum, níu undir pari, og var tveimur höggum á undan Cara Gainer frá Englandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert