Tiger Woods úr leik

Tiger Woods varð fyrir vonbrigðum í dag eftir að hafa …
Tiger Woods varð fyrir vonbrigðum í dag eftir að hafa leikið ágætlega í gær. AFP

Tiger Woods, næstsigursælasti kylfingur allra tíma, komst ekki í gegnum niðurskurð keppenda eftir 36 holur á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fram fer í New York. 

Tiger lék á 77 höggum í kvöld og er samtals á tíu höggum yfir pari Winged Foot vallarins. Völlurinn sýndu tennurnar í dag þegar vindur var meiri en í gær en þá var betra skor en búist hafði verið við. 

Patrick Reed er efstur á fjórum undir pari samtals og lék á parinu í dag. Reed sigraði á Masters árið 2018. Ólíkindatólið Bryson DeChambeau er aðeins höggi á eftir en honum tókst að leika á tveimur undir pari í dag en fáir búast við því að hann geti unnið mótið á svo erfiðum velli. 

Patrick Reed er þekktur fyrir keppnishörku og ekki veitir af …
Patrick Reed er þekktur fyrir keppnishörku og ekki veitir af á Winged Foot. AFP

Rafa Cabrero Bello, Harris English og Justin Thomas eru á samtals tveimur undir pari en Thomas var efstur eftir fyrsta dag en lék á 75 höggum í dag. 

Efsti kylfingur heimlistans Dustin Johnson lék á parinu í dag en er á samtals þremur yfir pari. 

Sigurvegarinn á mótinu í fyrra Gary Woodland komst ekki í gegnum niðurskurðinn á átta yfir pari. Ekki frekar en sigurvegari á síðasta risamóti, PGA - meistaramótinu, Collin Morikawa sem var einnig á átta yfir. 

Fleiri þekktir kylfingar sem komust ekki áfram: 

Martin Kaymer +7

Tommy Fleetwood +8

Matt Kuchar +9

Justin Rose +10

Henrik Stenson +11

Kevin Kisner +12

Ian Poulter +12

Phil Mickelson +13

Jordan Spieth +14

Sergio Garcia +15

Jordan Spieth þrefaldur sigurvegari á risamótum lék á 81 höggi …
Jordan Spieth þrefaldur sigurvegari á risamótum lék á 81 höggi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert