Fór upp um þrjátíu og tvö sæti

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GR, fór upp um þrjátíu og tvö sæti á heimslistanum í golfi eftir að hafa hafnað í 18. - 23. sæti á Opna portúgalska mótinu. 

Frá þessu er greint á vef GSÍ, golf.is, en þar kemur fram að Guðmundur sé nú í 508. sæti á listanum en hafi verið númer 540 fyrir mótið.

Guðmundur lék á níu höggum undir pari á Opna portúgalska mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Guðmundur Ágúst er með keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu sem segja má að sé eins og næsta deild fyrir neðan í Evrópu. Þar sem margir af bestu kylfingunum á Evrópumótaröðinni léku á Opna bandaríska mótinu í síðustu viku þá opnaðist tækifæri fyrir bæði Guðmundur og Harald Franklín Magnús að vera með í mótinu í Portgúal. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert