Unnu fyrsta stigamót sumarsins

Hákon Örn Magnússon og Guðrún Brá Björgvinsdóttir fögnuðu sigri um …
Hákon Örn Magnússon og Guðrún Brá Björgvinsdóttir fögnuðu sigri um helgina. Ljósmynd/Golf.is

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Hákon Örn Magnússon unnu fyrsta stigamótið í GSÍ mótaröðinni, ÍSAM-mótið, sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um nýliðna helgi.

Leiknir voru þrír hringir en Guðrún Brá lék hringina þrjá á samtals tveimur höggum undir pari, líkt og Ragnhildur Kristinsdóttir gerði, og því var gripið til bráðabana í kvennaflokki. Þar hafði Guðrún Brá betur en Ragnhildur hafnaði í öðru sæti og Hulda Clara Gestsdóttir í því þriðja.

Í karlaflokki lék Hákon Örn á sex höggum undir pari en þeir Kristófer Orri Þórðarson, Tómas Eiríksson Hjaltested og Kristófer Karl Karlsson léki allir á fimm höggum undir pari og höfnuðu því í 2.-4. sæti.

Kvennaflokkur:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 214 högg (-2) (73-71-70)
2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 214 högg (-2) (67-74-73)
3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 227 högg (+11) (79-76-72)
4. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 229 högg (+13) (75-76-78)
5. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 230 högg (+14) (79-74-77)
6. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 232 högg (+16) (79-76-77)
7. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 235 högg (+19) (80-75-80)

Karlaflokkur:

1. Hákon Örn Magnússon, GR 210 högg (-6) (70-70-70)
2.- 4. Kristófer Orri Þórðarson, GKG 211 högg (-5) (73-69-69)
2.- 4. Tómas Eiríksson Hjaltested 211 högg (-5) (72-69-70)
2.- 4. Kristófer Karl Karlsson, GM 211 högg (-5) (72-67-72)
5. Aron Emil Gunnarsson, GOS 215 högg (-1) (71-73-71) 
6.-7. Sverrir Haraldsson, GM 216 högg (par) (74-72-70) 
6.-7. Andri Már Óskarsson, GOS 216 högg (par) (73-74-69)
8. Daníel Ísak Steinarsson, GK 218 högg (+2) (73-73-72)
9.- 11. Böðvar Bragi Pálsson, GR 221 högg (+5) (73-73-75)
9.- 11. Pétur Sigurdór Pálsson, GOS 221 högg (+5) (70-75-76)
9.- 11. Aron Snær Júlíusson, GKG  221 högg (+5) (69-73-79)
12. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 222 högg (+6) (74-73-75)
13.  Kristján Þór Einarsson, GM 224 högg (+8) (72-72-80) 
14. Dagur Ebenezersson, GM 225 högg (+9 (72-74-79)
15. Björn Viktor Viktorsson, GL 228 högg (74-73-81)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert