Bandaríkin að fara illa með Evrópu

Dustin Johnson er að gera góða hluti í Ryder-bikarnum.
Dustin Johnson er að gera góða hluti í Ryder-bikarnum. AFP

Bandaríkin eru með mikla yfirburði gegn Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi eftir keppni dagsins í fjórmenningi. Leikið er á Whistling Streets-golfvellinum í Wisconsin-ríki.

Bandaríkin unnu þrjár af fjórum viðureignum og samanlagt með 9:3-forskot.

Dustin Johnson og Collin Morikawa höfðu betur gegn Paul Casey og Tyrell Hatton, Juston Thomas og Jordan Spieth unnu Viktor Hovland og Bernd Wiesberger og þeir Xander Schauffele og Patrick Cantlay unnu Lee Westwood og Matt Fitzpatrick.

John Rahm og Sergio Garcia höfðu betur gegn Brooks Koepka og Daniel Berger og náðu í eina sigur Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert