Bandaríkin unnu Ryder-bikarinn

Bandaríska liðið fagnar sigri í kvöld.
Bandaríska liðið fagnar sigri í kvöld. AFP

Bandaríkin tryggðu sér í kvöld sigur í Ryder-bikarnum í golfi þegar mótið var haldið í 43. skipti. Mótið fer fram á tveggja ára fresti og mætast bestu kylfingar Evrópu og bestu kylfingar Bandaríkjanna. Mótið í ár fór fram á Whistling Straits-vellinum í Wisconsin í Bandaríkjunum

Bandaríkin náðu í gott forskot á fyrsta degi og héldu því allt til loka. Bandaríska liðið tryggði sér sigurinn þegar Collin Morikawa tryggði sér hálft stig í leik við Viktor Hovland í tvímenningi, en þeir voru jafnir eftir 18 hringi og unnu sér inn hálft stig hvor fyrir sitt lið.  

Evrópa hafði fyrir mótið í ár unnið fjórar af síðustu fimm keppnum og var sigurinn því kærkominn fyrir bandaríska liðið. 

Rory McIlroy vann góðan sigur á Xander Schauffele í fyrstu viðureign dagsins og virtist Evrópa eiga möguleika á endurkomusigri. Patrick Cantlay, Scottie Scheffler og Bryson DeChambeau unnu hins vegar sínar viðureignir í kjölfarið og varð því ljóst að jafntefli nægði áðurnefndum Marikawa til að tryggja bandarískan sigur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert