Þurfa á kraftaverki að halda

Scottie Scheffler og Tommy Fleetwood takast í hendur í Wisconsin …
Scottie Scheffler og Tommy Fleetwood takast í hendur í Wisconsin í gær. AFP

Þriðji og síðasti dagur Ryder-bikarsins fer fram á Whistling Straits-vellinum í Wisconsin í Bandaríkjunum í dag en þar mætast við Bandaríkjanna og Evrópu.

Bandaríkjamenn eru með 9:3 forystu eftir fyrstu tvo keppnisdaganna. Staðan að lokn­um fyrsta ­degi var 6:2 þar sem háðar voru fjórar viðureignir í fjórmenningi og fjórar í betri bolta. Sama fyrirkomulag var í gær og aftur höfðu Bandaríkjamenn fleiri vinninga, staðan er nú alls 11:5.

Í dag eru svo tólf viðureignir í tvímenningi en Bandaríkjamenn þurfa þrjá og hálfan vinning til að tryggja sér sigur á mótinu. Síðast var keppt í Frakklandi árið 2018 og vann þá Evrópa en þrjú ár eru liðin frá síðustu keppni vegna heimsfaraldursins. Þar áður var keppt í Bandaríkjunum 2016 og þá unnu heimamenn.

Sem fyrr segir er keppt í tvímenningi á lokadeginum í dag en þá er leikin holukeppni, maður á mann. Það er ljóst að sveit Evrópu þarf á kraftaverki að halda en aldrei áður hefur liði tekist að vinna upp jafn stóran mun á lokadegi Ryder-bikarsins. Keppni hefst klukkan 16 í dag og eru viðureignir dagsins eftirfarandi:

Xander Schauffele (Bandaríkin) - Rory McIlroy (Evrópu)

Patrick Cantlay (Bandaríkin) - Shane Lowry (Evrópu)

Scottie Scheffler (Bandaríkin) - Jon Rahm (Evrópu)

Bryson DeChambeau (Bandaríkin) - Sergio Garcia (Evrópu)

Collin Morikawa (Bandaríkin) - Viktor Hovland (Evrópu)

Dustin Johnson (Bandaríkin) - Paul Casey (Evrópu)

Brooks Koepka (Bandaríkin) - Bernd Wiesberger (Evrópu)

Tony Finau (Bandaríkin) - Ian Poulter (Evrópu)

Justin Thomas (Bandaríkin) - Tyrrell Hatton (Evrópu)

Harris English (Bandaríkin) - Lee Westwood (Evrópu)

Jordan Spieth (Bandaríkin) - Tommy Fleetwood (Evrópu)

Daniel Berger (Bandaríkin) - Matthew Fitzpatrick (Evrópu)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert