Golf heilsársíþrótt á Íslandi

Með nýjustu tækni er golf orðið heilsársíþrótt á Íslandi.
Með nýjustu tækni er golf orðið heilsársíþrótt á Íslandi. Ljósmynd/Tveir undir

Golfhermar hafa verið að ryðja sér til rúms hratt hér á landi undanfarin misseri. Tæknin á bakvið við golfherma hefur þróast hratt á stuttum tíma og þökk sé henni getur golfíþróttin nú verið talin heilsársíþrótt hér á Norðurslóðum. Danska fyrirtækið TrackMan er eitt þeirra sem framleiða golfherma en töluvert framboð er af slíkum hermum á Íslandi og fer þeim fjölgandi. Fyrir þá sem ekki þekkja, stendur TrackMan á bakvið tæknina sem notast er við í sjónvarpsútsendingum frá golfi á LPGA og PGA mótaröðunum í Bandaríkjunum.

Agnar Þór Hilmarsson annar eigenda Tveir undir, fyrirtæki sem rekur TrackMan golfherma á Höfðatorgi í Reykjavík segir að markmið fyrirtækisins er að efla golfið á Íslandi með því að auka framboð á golfhermum. „Sjálfur hef ég mjög gaman að því að spila golf og reyni að fara eins reglulega og mögulegt er, golf er aftur á móti tímafrekt sport og í mínu tilfelli næ ég ekki að spila eins oft og ég vill. Golfhermar koma þá sterkt inn þar sem skuldbinding á tíma er ekki jafn mikil þótt það verði aldrei hægt að skipta því út að spila golf utandyra, þá er þessi viðbót frábær,” segir Agnar í mbl.is.  

Að fara í golfhermi getur þýtt allt frá því að leika sér sem byrjandi yfir í að bæta leik atvinnumanna. „Þetta er algjörlega fyrir alla, jafnt byrjendur sem lengra komna. Við fáum alla flóruna til okkar og hefur reynst öllum afar einfalt að læra á búnaðinn, en það er góð byrjun að fá smá kennslu í undirstöðuatriðunum fyrir þá sem eru að stíga sín allra fyrstu skref,“ bætir Agnar við.

Aðstæðan er til fyrirmyndar.
Aðstæðan er til fyrirmyndar. Ljósmynd/Tveir undir

Tækniframfarir hjálpa kylfingum framtíðarinnar

Golfhermarnir bjóða ekki bara upp á að leika hefðbundinn hring á golfvelli heldur eru ýmsir aðrir möguleikar eins og æfingasvæði, leikir og hæfileikapróf. „Það koma margir til okkar í stutta stund til að stilla sveifluna af fyrir mót eða hring dagsins, eða hreinlega til að sjá hvað raunverulega gerist í sveiflunni hjá sér því upplýsingarnar úr radarnum eru mjög ítarlegar. Þetta er gott tæki til þess að segja manni sannleikann um af hverju boltinn fer í hina eða þessa áttina og svo framvegis. Það eru mjög mikil smáatriði og nákvæmni sem TrackMan nær að fanga. Golf snýst ekki lengur bara um að fara út og spila eftir tilfinningunni heldur snýst þetta um að afla gagna og nýta sér það til að bæta sig.”

Tæknin í hermunum er orðin mjög nálægt því að endurspegla raunveruleikann því bæði eru vellirnir í TrackMan orðnir mjög raunverulegir og svo skynjar radartæknin í TrackMan 200 metra högg upp á 30 sentímetra skekkjumörk.

Rólegt og þægilegt umhverfi skipta marga kylfinga máli

Afhverju varð Höfðatorg fyrir valinu? „Það mætti segja að einfalda svarið við því sé að það þarf aldrei að skafa bílinn eftir hringinn. En aðaláherslan var að leggja mikið upp úr upplifun viðskiptavina og töldum rýmið uppfylla kröfur okkar um það. Við bjóðum upp á gott aðgengi og svo er staðsetningin mjög miðsvæðis í umhverfi þar sem margir eiga leið hjá sem og fyrirtæki í kringum okkur geta nýtt sér hermana. Rýmið hentar einnig vel til fundahalda því eins og alþekkt er eru margar ákvarðanir teknar á golfvellinum. Það skiptir miklu máli fyrir marga að geta spilað eða æft í tiltölulega mikilli ró og næði og án þess að aðrir séu að trufla. Aðstaðan okkar tekur sérstaklega tillit til þess,“ segir Agnar enn fremur.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er komin í samstarf með Tveimur undir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er komin í samstarf með Tveimur undir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þess utan vildum við geta boðið upp á einkaleigu á meðalstóru rými þar sem hægt er að hækka vel í tónlistinni og búa til góða stemningu fyrir hóp, partýgolf og píla höfum við stundum kallað það. Vinnustaðir og vinahópar sem hafa leitað til okkar í hópeflandi tilgangi hafa skemmt sér vel í þeim leikjum sem TrackMan býður uppá, þar skiptir engu hvort um algjöran nýliða eða vanan kylfing sé að ræða, heppnin ein getur ráðið örlögum og mikil stemning skapast” segir Agnar ennfremur.

Hvað er framundan hjá Tveir undir?

Nýverið fór Tveir undir í samstarf við Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem er öllu golfáhugafólki kunnug. Guðrún Brá mun nýta sér aðstöðuna hjá Tveir undir í undirbúningi sínum fyrir síðustu þrjú mótin sem hún keppir á í LET (Ladies European Tour). „Guðrún er ein af fremstu kylfingum landsins og við hjá Tveir undir erum mjög stolt að starfa með jafn öflugri íþróttakonu og Guðrúnu.“

Tveir undir er staðsett í Katrínartúni í Reykjavík.
Tveir undir er staðsett í Katrínartúni í Reykjavík. Ljósmynd/Tveir undir

Tveir undir hyggst bjóða upp á allskonar viðburði í vetur fyrir kylfinga á Íslandi. Meðal annars golfmót, golfnámskeið, kynningar á vörum og fleira sem er á teikniborðinu. Hægt er að fylgjast með öllu á Facebook & Instagram síðum Tveir undir.

„Það er aldrei of seint að byrja í golfi, Tveir undir tekur vel á móti öllum nýliðum jafnt sem vönum” segir Agnar að lokum.

Tveir undir er staðsett á -2 hæð í Katrínartúni 4, 105 Reykjavík, Hægt er að bóka tíma hjá Tveir undir í gegnum heimasíðuna þeirra sem má nálgast með að smella hér eða með því að fara á tveirundir.is. 

Tveir undir býður upp á fyrsta flokks golfherma og aðra …
Tveir undir býður upp á fyrsta flokks golfherma og aðra afþreyingu. Ljósmynd/Tveir undir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert