Rory McIlroy byrjaði vel

Rory McIlroy hefur fundið taktinn síðustu vikurnar.
Rory McIlroy hefur fundið taktinn síðustu vikurnar. AFP

Rory McIlroy byrjaði vel á golfmótinu sem Tiger Woods stendur fyrir, Hero World Challenge, en leikið er á Bahamaeyjum. 

McIlroy lék á sex höggum undir pari á fyrsta hringnum í gær og er efstur ásamt Abraham Ancer og Daniel Berger. 

Næstir koma Webb Simpson, Justin Thomas og Brooks Koepka á fimm undir pari. 

Mótið er boðsmót og eru einungis tuttugu kylfingar sem komast að. Mótið telur til heimslista en telur ekki þegar kemur að stigalista PGA-mótaraðarinnar þar sem fáum er boðið. Mótið er góðgerðamót en góðgerðafélag Tigers Woods stendur fyrir mótshaldinu. 

Mótið er mjög sterkt Collin Morikawa, Zander Schauffele, Jordan Spieth, Justin Rose og Bryson DeChambeau eru einnig með svo dæmi séu tekin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert