Ólafía úr leik eftir erfiðan dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti ekki góðan dag í dag.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti ekki góðan dag í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sér ekki á strik á öðrum hring á Naxhelet-mótinu í Belgíu í dag en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna í golfi.

Ólafía lék hringinn í dag á 78 höggum, sex höggum yfir pari. Hún lék fyrsta hringinn í gær á 72 höggum eða á pari og lýkur því leik á sex höggum yfir pari og í 88. sæti.

Mótið er það annað í röðinni hjá Ólafíu síðan hún sneri aftur eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn, en hún komst ekki heldur í gegnum niðurskurðinn á Jabra Ladies Open-mótinu á sömu mótaröð fyrir viku síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert